Beint streymi frá Reykjavíkurþingi Varðar

Reykjavíkurþingið veitir grasrót flokksins tækfæri til að koma að framíðarstefnumótun …
Reykjavíkurþingið veitir grasrót flokksins tækfæri til að koma að framíðarstefnumótun Varðar í borgarmálum. mbl.is/Arnþór

Reykjavíkurþing Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hefst í Valhöll nú síðdegis. Þingið hefst á ávarpi Jóns Karls Ólafssonar formanns kl. 17 og verður beint streymi aðgengilegt hér að neðan.

Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpa þingið auk Eyþórs Arnalds, oddvita flokksins í borginni.

Reykjavíkurþingið veitir grasrót flokksins tækfæri til að koma að framíðarstefnumótun Varðar í borgarmálum og eiga um leið stefnumót við kjörna fulltrúa flokksins í Reykjavík.

Þinginu lýkur síðdegis á morgun en hægt er að kynna sér dagskrá þess hér.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert