Hvorug Bombardier-vélanna seld

Bombardier Q 400Vélarnar eru hljóðlátar og afkastamiklar.
Bombardier Q 400Vélarnar eru hljóðlátar og afkastamiklar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hvorug tveggja Bombardier-flugvéla sem Air Iceland Connect ákvað að selja á liðnu sumri hefur enn selst, að sögn Árna Gunnarssonar framkvæmdastjóra. Önnur flugvélin er af gerðinni Dash 8-200 og hin af gerðinni Dash 8-400.

„Það eru þreifingar hér og þar en hvergi komið 100%,“ sagði Árni um sölu vélanna.

Félagið á nú sex Bombardier-flugvélar en búið er að laga mannahald að því að gera út fjórar flugvélar, að sögn Árna. „Við erum búin að vera að því síðan í sumar. Þótt þessar vélar hafi verið í rekstri þá hafa þær ekki verið í fullri notkun. Við höfum almennt verið að laga reksturinn að breyttum markaðsaðstæðum,“ segir Árni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »