Lægð nálgast landið

Næturfrost var á nokkrum stöðum á landinu í nótt, meðal …
Næturfrost var á nokkrum stöðum á landinu í nótt, meðal annars á Þingvöllum þar sem það mældist mest 7,4 gráður. mbl.is/Sigurður Bogi

Frekar kalt var á landinu í nótt og mældist mest 7,4 gráðu frost á Þingvöllum. Búast má næturfrosti norðan og austan til næstu daga. Um helgina verður kalt en víða bjart. Á sunnudag er hins vegar von á næstu lægð, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Í dag verður norðaustanátt á landinu, 5-10 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél á norðaustanverðu landinu, en annars bjartviðri. Breytileg átt, 3-8 m/s eftir hádegi og yfirleitt léttskýjað, en að mestu skýjað austanlands. Stöku skúrir á Suðurlandi síðdegis. Suðlæg átt, 3-8 m/s á morgun, en 8-13 út við sjóinn norðvestan til. Skýjað með köflum og skúrir sunnan- og vestanlands, en annars bjart. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst, en næturfrost norðan og austan til.

Á sunnudag er von á næstu lægð með suðvestanstrekkingi og rigningu í öllum landshlutum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert