Óverðskuldað að Íslands sé á grá listanum að sögn norrænu ráðherranna

Frá fundi norrænna fjármálaráðherranna í Washington í Bandaríkjunum.
Frá fundi norrænna fjármálaráðherranna í Washington í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Aðsend

Norrænu fjármálaráðherrarnir ræddu meðal annars um loftslagsmál, hvernig fylgja ætti eftir sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna frá því í ágúst, um grænni, samkeppnishæfari og félagslega sjálfbær Norðurlönd, á fundi norrænu fjármálaráðherranna í Washington í morgun. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrði fundinum. Fundurinn fór fram samhliða ársfundum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem ráðherrarnir sækja einnig. Fundinn sóttu ráðherrar Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Grænlands, og Noregs auk staðgengils fjármálaráðherra Svíþjóðar. Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins 

„Ráðherrarnir ræddu útgöngu Breta úr ESB og áhrif á norrænu ríkin, sérstaklega hvað varðar viðskiptahagsmuni. Einnig voru varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka til umfjöllunar og gerði Bjarni Benediktsson grein fyrir tíðindum morgunsins, um að alþjóðlegur starfshópur um varnir gegn peningaþvætti hefði sett Ísland á lista yfir ríki með ófullnægjandi varnir en aðgerðaáætlun í farvegi. Fulltrúar Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands lýstu þeirri skoðun sinni að sú niðurstaða væri óverðskulduð.“ Þetta segir ennfremur í tilkynningunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert