Úlfarsfell er kjörið til útivistar

Á gangi nálægt Lambhaga.
Á gangi nálægt Lambhaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úlfarsfell er mjög vinsælt fjall á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að velja um ýmsar gönguleiðir sem liggja upp á fellið. Af fellinu er mjög gott útsýni yfir höfuðborgarsvæðið.

Gangan á Úlfarsfell tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir fólk í þokkalegu formi og vel þjálfaðir eru enn fljótari en það. Hæsti tindurinn, Stórihnúkur, er á austanverðu fjallinu og er hann 295 metra hár.

Sumar leiðirnar liggja um skógi vaxin svæði eins og svæðið við Hamrahlíð þar sem Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hefur ræktað skóg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert