Veitti bensínsþjófi eftirför

Starfsmaður bensínstöðvarinnar veitti þjófnum eftirför. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Starfsmaður bensínstöðvarinnar veitti þjófnum eftirför. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Starfsmaður bensínstöðvar í Vesturbænum sýndi snör handtök þegar hann varð var við einstakling sem var að stela bensíni. 

Hann tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu en fór á eftir hinum grunaða og hafði augun á honum þar til lögregla kom á vettvang. 

Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan sex í gærkvöld. Lögregla handtók hinn grunaða sem var í kjölfarið vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Skömmu áður hafði lögregla verið í útkalli við hafnarbakkann í miðbænum vegna einstaklings sem hoppaði í sjóinn. Þegar lögregla kom á vettvang var viðkomandi kominn á þurrt land og ekki að sjá að neitt amaði að, að því er segir í dagbók lögreglu. 

mbl.is