Íbúðarhúsnæði hækkaði í verði

Verð á íbúðarhúsnæði hækkaði í september 2019.
Verð á íbúðarhúsnæði hækkaði í september 2019. mbl.is/​Hari

Bæði íbúðaverð og leiguverð íbúðahúsnæðis hækkaði í september frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 632,9 stig í september 2019 og hækkaði um 0,6% á milli mánaða. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 1,3%, síðastliðna sex mánuði hækkaði hún um 2,1% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 3,5%.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 199,6 stig í september 2019 og hækkaði um 0,8% frá fyrri mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 1,8% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 5,3%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um leiguverð eftir staðsetningu og stærðarflokkum fasteigna á landinu í september 2019. Samkvæmt töflu var hæsta leigan á fermetra í stúdíóíbúð í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, og á Seltjarnarnesi, eða 4.591 kr./fermetra. Lægsta leigan á fermetra var ef leigð var 4-5 herbergja íbúð á Norðurlandi utan Akureyrar, 1.140 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert