Metsumar í komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar

Magellan á Akureyri í gær.
Magellan á Akureyri í gær.

Skemmtiferðaskipið Magellan var á Akureyri í gær og voru 1.300-1.400 farþegar um borð að sögn Péturs Ólafssonar hafnarstjóra. „Við vorum með skip í gær og skip í dag. Þau fengu bæði flotta daga. Hvíta tinda, bjart veður og logn,“ sagði Pétur í gær.

Farþegarnir nýttu sér ýmsar skoðunarferðir sem voru í boði. Pétur sagði að þessi vertíð skemmtiferðaskipa hefði slegið fyrri met. Á þessu ári hafa komið til Akureyrar tæplega 150.000 farþegar með skemmtiferðaskipum en voru mest um 123.000 áður.

Unnið hefur verið að því að lengja skemmtiferðaskipatímann og virðist það hafa tekist vel. Von er á síðasta skemmtiferðaskipi ársins til Akureyrar 21. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »