Selja sykurlausar sultur

Sykurlausu sulturnar fást í um 1.000 búðum í 11 löndum.
Sykurlausu sulturnar fást í um 1.000 búðum í 11 löndum. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska fyrirtækið Good Good hefur vaxið hratt. Það selur vörur sínar, m.a. sultur, síróp, súkkulaðismjör og stevíudropa, í ellefu löndum; víða í Evrópu og í Bandaríkjunum, í um eitt þúsund verslunum.

„Við gjörbreyttum fyrirtækinu. Þetta var lítil stevíudropaframleiðsla í Hafnarfirði sem við fluttum til Hollands. Við breyttum strúktúrnum og um leið víkkuðum við vörulínuna yfir í sykurlausar matvörur án viðbætts sykurs. Í dag erum við með þróun og hönnun ásamt sölu- og gæðamálum hér á Íslandi,“ segir Garðar Stefánsson hjá Good Good. „Hönnunin, uppskriftirnar og í raun allt hugvit er hér á landi.“

Good Good vinnur með viðurkenndum aðilum í Hollandi og Belgíu sem framleiða uppskriftir fyrirtækisins, sem gerir því kleift að stækka hraðar en mögulegt hefði verið með sína eigin framleiðslu hér á landi.

Áætluð velta fyrirtækisins á þessu ári er 250 milljónir króna, sem er rúm sexföldun í veltu á tveimur árum, og er stefnan sett á að tvöfalda veltuna á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsemi þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »