Ísland eigi skilið að vera á gráa listanum

Margrét sagði Ísland eiga skilið að vera á listanum og …
Margrét sagði Ísland eiga skilið að vera á listanum og að við ættum ekki að tala niður önnur lönd sem þar væru. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands eina skýrustu opinberu peningaþvættisleiðaopnun sem nokkurn tíma hafi verið framkvæmd.

Þetta sagði hann í Silfrinu á RÚV í morgun þar sem hann var staddur ásamt þeim Margréti Tryggvadóttur, fyrrverandi þingkonu, og Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri hreyfingarinnar — græns framboðs.

Sagði Þórður að samkvæmt úttekt FATF, alþjóðlega starfs­hópsins um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka, frá árinu 2006 hafi fátt verið í lagi og að um misskilning væri að ræða að peningaþvættismálin hefðu farið í einhverja pásu á meðan fjármagnshöftin voru í gildi.

Meiri áhyggjur af ásýnd en innihaldi

Kolbeinn tók undir það að íslensk stjórnvöld hefðu mátt vita að fara þyrfti í þessar aðgerðir áður en síðari úttektin kom árið 2018. Samt sem áður hafi náðst að bregðast við 50 af því 51 skilyrði sem Íslandi séu þar sett.

Margrét sagði Ísland eiga skilið að vera á listanum og að við ættum ekki að tala niður önnur lönd sem þar væru, þrátt fyrir að það væru lönd sem við vildum venjulega ekki bera okkur saman við.

Loks sagði Þórður Snær það áhyggjuefni að stjórvöld hefðu meiri áhyggjur af veru Íslands á listanum en því að við hefðum verið galopin gagnvart peningaþvætti áratugum saman. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert