Skjálftahrina í Öxarfirði

Samkvæmt upplýsingum frá jarðhræringavakt Veðurstofu Íslands hafa engar tilkynningar borist …
Samkvæmt upplýsingum frá jarðhræringavakt Veðurstofu Íslands hafa engar tilkynningar borist um að fólk hafi fundið fyrir skjálftunum. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálftahrina hófst í Öxarfirði síðdegis í gær og stendur enn. Frá miðnætti hafa orðið á annað hundrað skjálftar, flestir á bilinu 1 til 2 að stærð en sá stærsti 2,5.

Samkvæmt upplýsingum frá jarðhræringavakt Veðurstofu Íslands hafa engar tilkynningar borist um að fólk hafi fundið fyrir skjálftunum enn sem komið er, en þeir eru í um 30 kílómetra fjarlægð frá næstu byggð á Kópaskeri.

Síðast varð skjálftahrina í Öxarfirði í mars. Þá mældust a.m.k. átta skjálftar yfir 3 að stærð og sá stærsti var 4,2 að stærð.

Þá var skjálftahrinan einnig mun nær landi, eða aðeins um 6 kílómetra frá Kópaskeri, og barst Veðurstofunni fjöldi tilkynninga um að fólk hafi fundið fyrir skjálftunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert