Söngvakeppninni bárust 157 lög

Það er auðvelt að leiða líkum að því að þátttaka …
Það er auðvelt að leiða líkum að því að þátttaka Hatara og gott gengi hafi ýtt við lagahöfundum í landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö manna valnefnd mun velja hvaða tíu lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í Hollandi 2020. Alls voru 157 lög send inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins þetta árið, eða 25 fleiri en í fyrra.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Björg Magnúsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segir áhugann meiri og framlögin hafi aukist um 20% á milli ára.

Það er auðvelt að leiða líkum að því að þátttaka Hatara og gott gengi hafi ýtt við lagahöfundum í landinu,“ segir Björg.

Allir gátu sent inn lög í keppnina auk þess sem RÚV bað vinsæla lagahöfunda um að semja hluta keppnislaga, en öll eru lögin send inn undir dulnefni svo dómnefnd veit ekki hverjir eru bak við hvaða lög. Í valnefndinni eru fulltrúar frá RÚV, Félagi íslenskra hljómlistamanna og Félagi tónskálda- og textahöfunda. 

Undankeppnir Söngvakeppninnar fara fram 8. og 15. febrúar í Háskólabíói og úrslitin ráðast 29. febrúar í Laugardalshöll. Aðalkeppnin fer svo fram í Rotterdam dagana 12., 14. og 16. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert