Borgaryfirvöld gangi of hart fram

„Borgaryfirvöld eru enn og aftur að ganga of hart fram í því að hindra aðgang ferðamanna að borginni.“

Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG, Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu, í Morgunblaðinu í dag  vegna ákvörðunar um að halda safnstæði fyrir rútur við Hverfisgötu lokuðu eftir að framkvæmdum þar lýkur.

Kristófer bendir á að meðalaldur ferðamanna fari hækkandi og því sé það ekki í lagi að gera þeim að klöngrast með föggur sínar langar leiðir. ,,Okkar áhyggjur eru skorturinn á gestrisni sem þetta endurspeglar, “ segir hann og bætir við: „Núna þegar kólnar aðeins yfir ferðaþjónustunni er enn og aftur dregið úr þjónustunni við gestina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert