Í beinni: Sjálfbærni til framtíðar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpar Nýsköpunarþing …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpar Nýsköpunarþing sem fram fer í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sjálfbærni til framtíðar“ er yfirskrift Nýsköpunarþings 2019 sem fer fram á Grand hóteli milli klukkan 15 og 17. Ásamt fyrirlestrum verða Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 afhent á þinginu. Hægt er að fylgjast með í beinu streymi hér: 

Nýsköpunarþingið er haldið af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð og Nýsköpunarsjóði. Aðalfyrirlesari er Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. 

Leyla Acaroglu er aðalfyrirlesari Nýsköpunarþingi 2019 þar sem yfirskriftin er …
Leyla Acaroglu er aðalfyrirlesari Nýsköpunarþingi 2019 þar sem yfirskriftin er „Sjálfbærni til framtíðar“. Ljósmynd/Aðsend

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, mun flytja ávarp og aðrir fyrirlesarar eru: 

Guðrún Anna Finnbogadóttir, Vestfjarðarstofa
Sjávarútvegur og nýsköpun

Rakel Garðarsdóttir, Verandi/Vakandi -
Spennum beltin - ókyrrð fram undan 

Jón Ágúst Þorsteinsson, Klappir
Upplýsingatækni í þágu umhverfisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert