Kalla eftir gögnum frá Reykjalundi

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. mbl.is/Hari

Sjúkratryggingar Íslands hafa kallað eftir gögnum frá Reykjalundi til þess að kanna hvort tryggt sé að starfsemin geti haldið áfram með eðlilegum hætti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði enn fremur að starfsfólk hefði áhyggjur af því að stofnunin glati þekkingu með brotthvarfi starfsfólks.

„Við höfum alltaf eftirlit með þeim veitendum sem eru á samningi hjá okkur. En við höfum kallað eftir ákveðnum upplýsingum í tilefni af þessum breytingum sem þarna hafa orðið,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.

Samkvæmt fréttinni snúa upplýsingarnar sem Sjúkratryggingar kalla eftir meðal annars að mannabreytingum og mögulegum afleiðingum þeirra á þjónustuna. „Við erum með samning um að Reykjalundur veiti ákveðna tegund af þjónustu í ákveðnu magni og við erum í rauninni að kanna með hvaða hætti þeir ætli að tryggja að það haldi áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert