Ofbeldi í vinnu varði við mannréttindi

Að störfum. Ofbeldi og áreitni á vinnustöðum mun flokkast undir …
Að störfum. Ofbeldi og áreitni á vinnustöðum mun flokkast undir mannréttindabrot eða misnotkun verði samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum fullgilt hér á landi. AFP

Ofbeldi og áreitni á vinnustöðum mun flokkast undir mannréttindabrot eða misnotkun verði samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum fullgild hér á landi.

Tillaga um fullgildingu er nú í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem kostur gefst á að koma með umsögn um hana.

Þessi samþykkt ILO var afgreidd á Alþjóðavinnumálaþinginu í sumar. Henni er ætlað að vernda launafólk og aðra á vinnumarkaði og verði hún fullgild er Ísland skuldbundið til að grípa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi á vinnustað. Hún felur enn fremur í sér viðurkenningu á því að ofbeldi og áreitni á vinnustað sé ógn við jafnrétti fólks og ósamrýmanlegt mannsæmandi vinnu.

Þolendur ofbeldis fái lögfræðiráðgjöf

Í samþykktinni segir að ofbeldi og áreitni hafi neikvæð áhrif á störf fólks, á orðstír fyrirtækja og á framleiðni þeirra. Þá er þar einnig að finna tilmæli ILO um aðgerðir gegn ofbeldi á vinnustöðum. Þar segir m.a. að verði af fullgildingunni verði vinnustöðum skylt að gera áhættumat með hliðsjón af þáttum sem auka líkurnar á ofbeldi og áreitni. Sérstaklega þurfi að beina sjónum að því hvort skipulag á vinnustað geti stuðlað að ofbeldi og áreitni.

Þá þurfi að koma á fót lögfræðiráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis á vinnustað og þá sem kvarta undan því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert