Rúmlega 500 jarðskjálftar

Frá Kópaskeri.
Frá Kópaskeri. mbl.is/Rax

Rúmlega 500 jarðskjálft­ar hafa riðið yfir í og við Öxar­fjörð síðan á laugardag en jörð hélt áfram að skjálfa í nótt. Tveir skjálft­ar hafa mælst 3,2 stig, sá fyrri reið yfir klukk­an 11:03 og sá síðari klukk­an 19:19 í gær.

Stærð flestra skjálft­anna er á bil­inu 1-2 stig. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Veður­stof­unn­ar hafa eng­ar upp­lýs­ing­ar borist um að stærstu skjálft­anna hafi orðið vart í byggð.

Jarðskjálfta­hrin­an á upp­tök sín á Tjör­nes­brota­belt­inu en þar varð síðast öfl­ug hrina í lok mars á þessu ári. Í þeirri hrinu mæld­ust um 2.600 skjálft­ar á um það bil viku, þar sem stærsti skjálft­inn var 4,2 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert