Stormur og hríðarhraglandi

Allur er varinn góður og þó er október enn ekki …
Allur er varinn góður og þó er október enn ekki úti. mbl.is/Golli

Veðrabrigði eru nú fram undan og hefur Veðurstofan gefið út gula stormviðvörun fyrir austanvert landið. Gildir hún á svæðinu frá Seyðisfirði suður á Mýrdalssand.

Spáð er norðvestan hvassviðri eða stormi, 18-25 m/sek, og við fjöll má reikna með snörpum vindhviðum sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur á bílum með til dæmis aftanívagna. Sérstaklega er varað við hvassviðri í Öræfasveit.

„Hvassviðrinu fylgir éljagangur og sumarstaðar snjókoma um norðanvert landið. Þar byrjar með slyddu í byggð en síðan kólnar svo reikna má með hálku þegar frystir og snjóar við vegina. Fólk þarf því að fara varlega, sérstaklega á fjallvegum nyrðra,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, í Morgublaðinu í dag. Í þessu sambandi tiltekur hann meðal annars Þverárfjall, Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »