Annríki á dekkjaverkstæðunum

Elín Dögg Gunnars Väljaots (t.h.), framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar, stóð vaktina í …
Elín Dögg Gunnars Väljaots (t.h.), framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar, stóð vaktina í gær ásamt móður sinni, Fjólu Sigurðardóttur. mbl.is/Þorgeir

Vetur konungur er farinn að banka á dyrnar, með kólnandi veðri, frosti og snjó niður í byggð. Norðlendingar vöknuðu við slíkar aðstæður í gærmorgun og strax byrjaði atið á dekkjaverkstæðunum.

Löng röð myndaðist fyrir utan Dekkjahöllina í gærmorgun, en fréttir af yfirvofandi hríðarveðri og versnandi akstursskilyrðum á norðanverðu landinu hreyfðu greinilega við Eyfirðingum þótt götur bæjarins hefðu enn verið auðar í gærmorgun. Veðurspár gera ráð fyrir að það muni breytast á næstunni, ekki bara á Norðurlandi heldur víðar um land.

Um tíma í gær náði röðin við Dekkjahöllina frá Draupnisgötu og niður að Hlíðarbraut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert