Laugardalsvöllur ekki keppnishæfur

„Yfirborð hlaupabrauta er margbætt og ónýtt og merkingar vallaryfirborðs úr …
„Yfirborð hlaupabrauta er margbætt og ónýtt og merkingar vallaryfirborðs úr sér gengnar.“ mbl.is/Ómar Óskarsson

Frjálsíþróttasamband Íslands(FRÍ) vill að Reykjavíkurborg hefji nú þegar undirbúning að viðhaldsframkvæmdum á Laugardalsvelli til að tryggja öruggt og löglegt æfinga- og keppnishald á vellinum fyrir frjálsar íþróttir.

Þetta kemur fram í bréfi sem Freyr Ólafsson, formaður sambandsins, hefur sent borgarráði. „Þá vill FRÍ sérstaklega minnast á að ekki fer saman það yfirgripsmikla tónleikahald sem verið hefur á Laugardalsvelli með mjög löngu og miklu inngripi í starfsemi frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík og óæskilegu álagi á keppnisbrautir vallarins,“ segir enn fremur í bréf Freys.

Yfirborð hlaupabrauta ónýtt

Með bréfinu fylgir greinargerð mannvirkjanefndar FRÍ. Þar kemur fram að Laugardalsvöllur sé ekki í keppnishæfu ástandi, þó að keppt hafi verið á vellinum síðustu ár. Þau frjálsíþróttamót hafi verið haldin með undanþágum, að því er fra kemur í umfjöllun um ástand vallarins í Morgunblaðinu í dag.

Víða séu sýnilegar hvilftir á yfirborði sem þurfi að laga, auk þess sem yfirborð hlaupabrauta sé margbætt og ónýtt og merkingar vallaryfirborðs úr sér gengnar. Því sé ljóst að endurnýja þurfi vallaryfirborð frjálsíþróttasvæðis, fjarlægja gúmmíyfirborð og farga því. Slétta þurfi með flotun núverandi malbiksyfirborð undir hlaupabrautarefni þar sem hvilftir hafa komið fram, leggja nýtt gúmmíefni á vallaryfirborð og merkja yfirborð með nýjum merkingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert