Óánægja með lokun Korpuskóla

Skólamál í Staðahverfi í Grafarvogi hafa lengi verið í deiglunni. ...
Skólamál í Staðahverfi í Grafarvogi hafa lengi verið í deiglunni. Myndin var tekin á hitafundi um skólamál í hverfinu í apríl sl. Ljósmynd/Aðsend

Reykjavíkurborg sendi í gær út fréttatilkynningu um að meirihlutinn í skóla- og frístundaráði borgarinnar hefði lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk sem starfi í Borgaskóla og Engjaskóla. Einn skóli á unglingastigi, Víkurskóli, verði fyrir nemendur í 8.-10. bekk.

Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið. Nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri skólabörn úr Staðahverfi sameinast. Tryggja á skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi 6-12 ára nemenda í Staðahverfi er orðinn 150.

Í tilkynningunni er vitnað í Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs, sem segir að nemendum í Korpu hafi fækkað verulega undanfarinn áratug. Þar séu nú aðeins 59 börn og hafi fækkað um meira en helming á síðustu sjö árum.

Forkastanleg vinnubrögð

„Maður spyr sig til hvers verið er að halda fundi í skóla- og frístundaráði ef það er búið að taka ákvarðanir fyrirfram og senda út tilkynningar um það. Við sættum okkur ekki við slík vinnubrögð,“ sagði Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, sem á sæti í skóla- og frístundaráði. Hún sagði undarlegt að Reykjavíkurborg skyldi senda út fréttatilkynningu í gær með tillögu meirihlutans, degi áður en taka átti málið fyrir á fundi í ráðinu í dag. Marta kvaðst hafa fengið málsgögn fundarins með fundarboði og þar væri tekið fram að fundargögn væru trúnaðarmál þar til fundi væri lokið. Hún sagði þetta forkastanleg vinnubrögð. Tillögu meirihlutans hefði átt að sýna íbúum og foreldrum áður en hún fór í fjölmiðla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »