Ökumenn á nagladekkjum ekki sektaðir

Ökumenn á nagladekkjum á Vestfjörðum eiga ekki á hættu að …
Ökumenn á nagladekkjum á Vestfjörðum eiga ekki á hættu að fá sekt fram að mánaðamótum. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á Vestfjörðum mun ekki sekta ökumenn bíla á nagladekkjum næstu daga, þrátt fyrir að al­mennt sé ekki leyfi­legt að nota nagla­dekk fyrr en eft­ir 1. nóv­em­ber.

Frá þessu greinir lögreglan á Vestfjörðum í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Þar segir að fólki verði ekki gerð sekt enda veðurfarslegar aðstæður orðnar með þeim hætti. Í gær snjóaði talsvert á Vestfjörðum og færð á fjallvegum eftir því.

Vestfirðingur spyr hvort þeir eigi hættu á því að fá sekt ef skroppið verði í borgina á nagladekkjum. Lögreglan svarar því til að sú ætti ekki að verða raunin miðað við veður og færð.

Gætir hins vegar átt ýmislegt annað á hættu reynir þú að komast þangað á sumardekkjunum,“ segir einnig í svari lögreglunnar.

mbl.is