Sigrún gegnir embætti forstjóra tímabundið

Sigrún Ágústsdóttir gegnir stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar fram að skipun nýs …
Sigrún Ágústsdóttir gegnir stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar fram að skipun nýs forstjóra. mbl.is/Rax

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Sigrúnu Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, til að gegna tímabundið embætti forstjóra Umhverfisstofnunar fram að skipun nýs forstjóra, allt fram að 1. mars 2020.

Sigrún er lögfræðimenntuð, hefur starfað sem sviðsstjóri frá stofnuninni frá 2008 og var staðgengill forstjóra, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar.

Krist­ín Linda Árna­dótt­ir var í byrjun október ráðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar en hún hafði verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert