Vilja reisa vindmyllur í Borgarbyggð

Norðan við Búrfell er hraunsléttan Hafið. Þar reisti Landsvirkjun tvær …
Norðan við Búrfell er hraunsléttan Hafið. Þar reisti Landsvirkjun tvær vindmyllur í rannsóknarskyni sem voru gangsettar 2013. mbl.is/Árni Sæberg

Áformað er að reisa 2-6 vindmyllur í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða í Borgarbyggð og er áætlað afl þeirra 9,8-30 MW. Framkvæmdaraðili er félag sem stofnað yrði um framkvæmdina í samstarfi við eigendur jarðanna.

Mat á umhverfisáhrifum er unnið af VSÓ Ráðgjöf. Í drögum að matsáætlun er m.a. fjallað um helstu áhrifaþætti framkvæmdarinnar og þá umhverfisþætti sem kunna að verða fyrir áhrifum. Þá er gerð grein fyrir því hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum.

Í kynningu á verkefninu er tekið fram að aðgerðir í loftslagsmálum hafi stuðlað að örri framþróun í hagnýtingu vinds. Tæknilegar framfarir geti gert minni verkefni eins og hér um ræðir hagkvæmari en áður.

„Til skoðunar eru nokkrir valkostir. Minnsti valkostur sem skoðaður verður er ein vindmylla á hvorri jörð eða tvær alls. Stærsta útfærslan er sex myllur alls með 85 metra turnhæð, en 150 metra hæð á oddi vængs þegar hann er í hæstu stöðu. Framleiðslugeta valkosta er á bilinu 9,8-30 MW. Til samanburðar eru önnur verkefni á Vesturlandi 24-35 vindmyllur hvert,“ segir í kynningunni, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert