Vinna hafin á ný í Hlíðunum

Gangbrautir við Lönguhlíð lagfærðar.
Gangbrautir við Lönguhlíð lagfærðar. mbl.is/Árni Sæberg

Vaskur hópur manna á vegum Reykjavíkurborgar sást í gær við vinnu í Hlíðahverfi, í Lönguhlíð milli Miklubrautar og Eskitorgs. Var hópurinn að vinna við framkvæmd þriggja sebrabrauta sem þar hafa staðið hálfkláraðar vikum saman.

Um helgina var greint frá því í Morgunblaðinu að framkvæmdin hefði verið stöðvuð tímabundið vegna mistaka í auglýsingu. Sagði þá borgarfulltrúi tafir á gerð gangbrautanna „óviðunandi fyrir öryggi gangandi vegfarenda í þessu hverfi“ en hálfu brautirnar geta valdið ruglingi hjá fólki með tilheyrandi slysahættu.

„Það er allt farið í gang núna,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg, en til stendur að klára sebrabrautirnar þrjár, setja upp viðeigandi umferðarskilti við hlið þeirra, bæta lýsingu og setja leiðarlínur fyrir blinda og sjóndapra sem þvera þurfa Lönguhlíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert