Berskjölduð fyrir alls konar ógnum

Eldgos í Eyjafjallajökli leiddi af sér mikið öskufall sem flokkast …
Eldgos í Eyjafjallajökli leiddi af sér mikið öskufall sem flokkast sem CBRNE-atvik. Á myndinni er verið að taka sýni úr öskunni sem féll á Mýrdalssandi. Þau fóru í efnagreiningu til að kanna hversu mikil hætta stafaði af. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gerð fyrstu útgáfu viðbragðsáætlunar vegna svokallaðra CBRNE-atvika er lokið og var hún kynnt á vef landlæknis í vikunni. Um er að ræða flokkun á atvikum er varða lýðheilsuógnir af völdum efnamengunar, sýkla og geislunar.

Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að auka almenna og sérhæfða þekkingu á slíkum atvikum til að tryggja hnökralaus viðbrögð sem lágmarka áhrif smits, mengunar, geislunar eða annarra óvæntra atvika sem upp kunna að koma.

„Alþjóðaumhverfið er að breytast og við erum berskjaldaðri fyrir alls konar ógnum,“ segir Íris Marelsdóttir, verkefnisstjóri á sóttvarnasviði embættis landlæknis, sem vann að gerð viðbragðsáætlunarinnar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Íris, að áætlunin hafi verið unnin annars vegar vegna alþjóðlegrar kröfu um að þjóðir eigi slíka áætlun en einnig til að bregðast við nýjum ógnum og loftslagsbreytingum. „Alþjóðleg ógn eykst. Þekking á hryðjuverkum færist á milli landa. Hitt er svo að við erum að horfast í augu við endurteknar sýkingar hér á landi. Með áætluninni tekst vonandi að skýra til hvaða ráða á að grípa, hver er ábyrgur þegar eitthvað kemur upp og bæta samvinnuna á milli þeirra sem bregðast við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »