Brim fækkar starfsfólki á næsta ári

Höfuðstöðvar Brims.
Höfuðstöðvar Brims. mbl.is/​Hari

Á skömmum tíma hefur Brim hf. gert viðskipti fyrir allt að sex milljarða króna. Þrír voru vegna kaupa á tveimur félögum í Hafnarfirði sem tilkynnt var um sl. mánudag, en við það bætast allt að þrír milljarðar króna vegna sjálfvirknivæðingar vinnslu á Granda.

Vegna framkvæmda verður vinnsla Brims í Reykjavík lokuð í nokkra mánuði og færist vinnsla til Hafnarfjarðar á meðan. Ljóst er að færri starfsmenn munu starfa við fiskvinnslu hjá Brimi þegar framleiðsla hefst á ný í Reykjavík, að því er fram kemur í ViðskipitaMogganum í dag.

Í samtali við Morgunblaðið segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, tæknivæðingu einu leiðina fyrir íslenska fiskvinnslu til að standa í samkeppni við evrópska fiskvinnslu sem nú kaupir gríðarlegt magn af fiski á háu verði á íslenskum fiskmörkuðum. Hafa þær tök á að bjóða hærra verð, meðal annars vegna hagstæðara rekstrarumhverfis í Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »