Hímt í kófi á Höfðaströnd

Í kófi á Höfðaströnd í Skagafirði.
Í kófi á Höfðaströnd í Skagafirði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Hrossin voru misjafnlega ánægð með ofankomuna á Höfðaströnd í Skagafirði í gær. Þar snjóaði eins og víðar á Norðurlandi þar sem komin var vetrarfærð.

Hálka og hálkublettir voru fyrir vestan, þæfingsfærð á Bjarnarfjarðarhálsi og ófært norður í Árneshrepp.

Veðurstofan spáði því að það bætti í úrkomu og vind um landið norðaustanvert í kvöld. Þá átti að kólna og var spáð tveggja til sjö stiga frosti víða í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert