Óþægindi vegna framkvæmda

Stefnt er að því að ljúka jarðvinnu við Skólaveg í …
Stefnt er að því að ljúka jarðvinnu við Skólaveg í haust en meðal íbúa gætir óánægju. mbl.is/Albert Kemp

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu þrjú ár við lagnakerfi í Skólavegi á Fáskrúðsfirði, sem liggur í gegnum bæinn endilangan.

Ekki sér fyrir endann á framkvæmdunum og eru sumir íbúar við götuna orðnir þreyttir á hægagangi, raski, óþægindum og vatnsskorti sem þessu hefur fylgt í haust og telja jafnvel að hætta geti fylgt framkvæmdunum.

Verið er að skipta um allar lagnir í götunni, vatn, fráveitu, rafmagn og síma auk þess sem ljósleiðari verður lagður í götuna. Lagnakerfið var orðið gamalt og úr sér gengið og sums staðar var asbest í vatnslögnum. Sums staðar þarf að endurnýja inntök í hús, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »