Snjóþekja og hálka á stórum hluta landsins

Færðin er vetrarleg á Vestfjörðum þennan morguninn.
Færðin er vetrarleg á Vestfjörðum þennan morguninn. Ljósmynd/Vegagerðin

Greiðfært er að mestu um landið sunnanvert en vetrarfærð á norðanverðu landinu. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir er víða á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi.

Víða er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og éljagangur á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Bjarnafjarðarhálsi en orðið ófært norður í Árneshrepp. Þæfingur og snjókoma á Þröskuldum.

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Laxárdalsheiði og á Fróðárheiði.

Hálka og hálkublettir eru víða í Húnavatnssýslum en hálka eða snjóþekja á flestum leiðum í Skagafirði og í Eyjafirði og éljagangur nokkuð víða. Snjóþekja og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Þæfingur og skafrenningur er á Hólasandi.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum en greiðfært fyrir sunnan Breiðdalsvík. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra og Hellisheiði eystri en víða er unnið að mokstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert