„Þetta brennur nánast upp til agna“

Eld­ur­inn kviknaði í hús­bíl og palla­virki sem byggt hafði verið …
Eld­ur­inn kviknaði í hús­bíl og palla­virki sem byggt hafði verið í kring­um hann. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

„Þetta var svaka eldur,“ segir Pét­ur Pét­urs­son, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu, í sam­tali við mbl.is. Eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni rétt fyrir klukkan tíu í morgun en slökkviliðsmenn frá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu hafa náð tökum á eldinum.

Pétur segir að búið sé að slökkva allt nema glæður og tekist hafi að hefta útbreiðslu eldsins. Hann bendir á að töluverð hætta hafi verið á því að eldurinn breiddist út, bæði er hjólhýsabyggðin mjög þétt og einnig var hætta á skógareldum. 

„Þegar svona kemur upp er gríðarleg hætta á ferðum,“ segir Pétur. Hann nefnir hjólhýsabyggðina og Þjórsárdal sem þau svæði sem séu hvað hættulegust og erfiðust að mati Brunavarna Árnessýslu. 

Slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum.
Slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Ekkert fólk var inni í húsinu og Pétur segir að lítið sé eftir af því. „Þetta brennur bara nánast upp til agna.“

Slökkviliðsstjórinn brýnir fyrir fólki að huga að sínum heimagarði en eins og fram kom áður getur lítill eldur í hjólhýsabyggðinni orðið að miklu báli. Eldsupptök eru ókunn.

Húsið brann nánast upp til agna.
Húsið brann nánast upp til agna. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert