Undir áhrifum á stolnum bíl

mbl.is/Eggert

Lögregla stöðvaði unga konu í Katrínartúni skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem hún var á ferð í stolnum bíl. Auk þess er konan grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Samkvæmt því sem kemur fram í dagbók lögreglu eru bæði farþegi og ökumaður grunuð um vörslu fíkniefna og hilmingu. Þau voru bæði vistuð í fangageymslu lögreglu.

Skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um slys á sameiginlegu svæði hestamanna í Kópa­vogi og Garðabæ, Kjóa­völl­um. Kona datt af hesti og var með áverka á höfði en með meðvitund.

Hún var flutt á bráðadeild og samkvæmt upplýsingum þaðan er líðan hennar ágæt.

Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert