Betra að eyða peningum í selló en bíl

Mæðgurnar Ingveldur G. Ólafsdóttir og Hildur Guðnadóttir, ásamt Kára, syni ...
Mæðgurnar Ingveldur G. Ólafsdóttir og Hildur Guðnadóttir, ásamt Kára, syni Hildar, eftir verðlaunaafhendinguna í Gent í Belgíu.

Ingveldur G. Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur, sellóleikara og tónskálds, komst við þegar dóttirin tileinkaði henni heiðurinn eftir að hafa verið útnefnd sjónvarpstónskáld ársins fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl á Heimshljóðrásar-verðlaunahátíðinni (World Soundtrack Awards) í Gent í Belgíu um liðna helgi.

„Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og átti alls ekki von á þessu, var mjög hissa en glöð,“ segir Ingveldur. Hún leggur áherslu á að mjög gaman hafi verið að vera í salnum með Kára, sjö ára syni Hildar, við þetta hátíðlega og mikilvæga tækifæri. Kári æfi fótbolta og hann hafi ekki síður verið spenntur. „Þegar Hildur hefur verið tilnefnd til verðlauna spyr hann hana gjarnan hvort hún fái bikarinn, rétt eins og sigurvegarar í fótboltanum.“

Tónlist er Hildi í blóð borin. „Hún ólst að miklu leyti upp í Tónlistarskólanum í Reykjavík,“ segir Ingveldur og bætir við að síðan hafi hún drukkið tónlistina enn frekar í sig þegar foreldrarnir hafi verið í námi í Amsterdam.

Hildur sagði í þakkarræðunni að Ingveldur hefði ávallt lagt áherslu á að tónlistin væri mikilvægari en veraldlegar eigur og benti á í því sambandi að móðir sín hefði selt bílinn til þess að kaupa selló handa sér.

Sjá samtal við Hildi í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »