BBC sýnir bráðnum íslenskra jökla

Frá Svínafellsjökli. Jöklar heimsins eru að meðaltali flestir að hopa …
Frá Svínafellsjökli. Jöklar heimsins eru að meðaltali flestir að hopa vegna hlýnunar loftslags. mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Við sáum mikinn mun á skömmum tíma,“ sagði Kieran Baxter frá Háskólanum í Dundee í Skotlandi. Hópur frá Skotlandi og Íslandi bar saman myndir af jöklum hér á landi frá níunda áratugnum og myndum teknum nýlega.

Mörg þúsundir myndir voru teknar og bornar saman. Á þeim má sjá hversu mikið jöklarnir hafa hopað undanfarin ár en í umfjöllun á vef BBC kemur fram að íslensku jöklarnir séu að bráðna.

Einblínt var á svæðið sunnan við Vatnajökul.

Fjallað er um Okjökul en minningarathöfn var um hann um miðjan ágúst. Ok hætti að vera jök­ull sam­kvæmt skil­grein­ing­um vís­inda­manna árið 2014.

Einnig er bent á skýrslu Veðurstofunnar um Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra hér á landi frá því í fyrra. Þar kemur meðal annars fram að flatarmál íslenskra jökla hafi dregist saman um  500 fer­kíló­metra frá síðustu alda­mót­um, eða um 0,35% á ári og gangi sviðsmynd­ir um lofts­lags­breyt­ing­ar eft­ir muni þeir halda áfram að minnka.

Umfjöllun BBC og myndirnar má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina