Tvö mjög alvarlega slösuð

Tvö þeirra sem bjargað var úr brennandi íbúð í Mávahlíð í Hlíðahverfinu í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags eru mjög alvarlega slösuð. Tveimur körlum og einni konu, öllum á þrítugsaldri, var bjargað úr brunanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá þessu í tilkynningu.

Fram kemur að talið sé að eldurinn hafi kviknað í potti á eldavélarhellu, en lögreglan segist ekki geta tjáð sig frekar um rannsókn málsins.

Eld­ur­inn kom upp í kjall­ara og voru efri hæðir rýmd­ar meðan slökkvistarf stóð yfir en íbú­ar þar fengu að fara aft­ur í íbúðir sín­ar er slökkvi­starfi lauk. 

Mik­ill reyk­ur var í kjall­ar­an­um þegar slökkvilið kom á vett­vang og eld­ur sjá­an­leg­ur. Slökkvistarf gekk greiðlega og lauk reykræst­ingu á fjórða tím­an­um um nóttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert