Vegurinn enn lokaður á Suðausturlandi

Fólk utan höfuðborgarsvæðisins hefur síðustu daga þurft að skafa.
Fólk utan höfuðborgarsvæðisins hefur síðustu daga þurft að skafa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vetrarfærð, éljagangur og skafrenningur er á norðanverðu landinu. Greiðfært að mestu á sunnanverðu landinu en lokað milli Núpsstaðar og Hafnar vegna hvassveðurs, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Veginum milli Núpsstaðar og Hafnar var lokað síðdegis í gær og hefur verið lokað síðan en bálhvasst er á suðausturhluta landsins.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland fram á hádegi en vindhraði er 18 til 25 m/s og hviður geta farið yfir 40 m/s. Sums staðar sandfok eða grjótfok og lélegt skyggni. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að það muni draga úr vindi um allt land upp úr hádegi og það verði úrkomulítið á sunnanverðu landinu, annars él. 

Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert