78 tegundir af jólabjór í ár

Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hefst fimmtudaginn 14. nóvember í Vínbúðunum. Alls verða 78 tegundir jólabjórs á boðstólum í ár og hafa þær aldrei verið fleiri.

Í fyrra voru um sextíu tegundir jólabjórs til sölu. Fjölgunin er því umtalsverð sem er áhugavert í ljósi þess að sala dróst saman í fyrra.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að ekki sé endalaust pláss í Vínbúðunum til að taka á móti jólabjór. „En dreifingin er að sjálfsögðu mismunandi. Við reynum eins og mögulegt er að koma á móts við þá sem hafa áhuga á að bjóða jólabjór til sölu í Vínbúðinni. Hefðbundin dreifing miðast við 60 tegundir en það sem er umfram þann fjölda verður til sölu í Skútuvogi. Þannig að allar tegundirnar verða fáanlegar þar, þ.e. Vínbúðinni Skútuvogi.“

Meðal forvitnilegra nafna á jólabjór í ár eru Djús Kristur, Bjúgnakrækir, Áramótakorkur, Hóhóhólísjitt og Jólaálfur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert