Báðu Ólaf Þór að hafna starfinu

Ingólfur Kristjánsson og Þórunn Halldórsdóttir hafa starfað á Reykjalundi.
Ingólfur Kristjánsson og Þórunn Halldórsdóttir hafa starfað á Reykjalundi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Læknaráð Reykjalundar fundaði með Ólafi Þór Ævarssyni geðlækni daginn áður en hann tók til starfa sem framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Fundurinn var hreinskiptinn að sögn Ingólfs Kristjánssonar, fyrrverandi yfirlæknis á gigtarsviði Reykjalundar, og fór ráðið þess á leit við Ólaf Þór að hann tæki ekki við starfinu.

„Við báðum hann um að taka ekki við þessari stöðu, daginn áður en hann átti að taka við. Hann hefði hvorki það traust né þá faglegu yfirsýn sem þarf til að leiða þverfaglega endurhæfingarstofnun á umrótstímum,“ segir Ingólfur.

Sem kunnugt er hafa deilur staðið yfir innan Reykjalundar frá því í sumar. Sex af tólf læknum hafa sagt upp störfum á síðustu vikum og tveir til viðbótar hafa lýst því yfir að þeir muni einnig segja upp störfum.

Ingólfur starfaði sem endurhæfingarlæknir á Reykjalundi í 15 ár og hefur verið með annan fótinn á stofnuninni síðustu 35 ár. Hann sagði upp störfum í vikunni. „Ég treysti mér ekki til þess að vinna með tveimur nýjum lykilstjórnendum og undir hrammi SÍBS. Það gengur ekki,“ segir Ingólfur, spurður um uppsögn sína. Hann og Þórunn Halldórsdóttir, talmeinafræðingur á Reykjalundi, ræða málefni stofnunarinnar í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert