Banna beri lausagöngu

Hross á vegi í Skagafirði.
Hross á vegi í Skagafirði.

„Það vekur furðu og vonbrigði að þrátt fyrir stórbreytta umferð og búskap í landinu skulum við enn vera með sérreglur um þau svæði landsins þar sem sveitarstjórnir ákveða að setja ekki bann við lausagöngu búfjár,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Vísar hann þar til dóms sem féll í Landsrétti um að bifreiðareigandi bæri ábyrgð á tjóni sem varð þegar hestar voru utan girðingar og fóru í veg fyrir bíl sem hann ók. Mikið tjón varð á bílnum en enginn farþegi slasaðist. Eitt hrossanna féll og annað fékk áverka.

FÍB hefur áður tjáð sig um sambærileg mál þegar félagið skilaði séráliti í umsögn um vegalög sem samþykkt voru 2007. „Þetta er mjög viðamikið öryggismál og bagalegt að þetta sé í þessum farvegi gagnvart almenningi,“ segir Runólfur. Hann telur það mikilvægt að algjört bann ríki við lausagöngu búfjár við þjóðvegi og að það sé ekki á færi sveitarfélaga að ákveða hvaða háttur sé hafður á á hverjum stað. Skagafjörður er eitt fárra sveitarfélaga á landinu þar sem þessu hefur ekki verið breytt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »