Ólafur verði tilnefndur til nóbelsverðlauna

Guðni Ágústsson í prédikunarstól Bessastaðakirkju.
Guðni Ágústsson í prédikunarstól Bessastaðakirkju.

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vill að Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, verði tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrir framlag sitt til umhverfismála.

Guðni kom inn á þetta í prédikun sinni í Bessastaðakirkju sl. sunnudag en vakin var athygli á þessu í Bændablaðinu sl. fimmtudag.

Þegar Ólafur Ragnar var forseti kom hann, ásamt fleirum, á fót samtökunum Arctic Circle með það að markmiði að koma á samtali og samvinnu um norðurslóðir og framtíð þeirra. Ólafur hélt svo áfram að vinna með samtökunum og er stjórnarformaður þeirra í dag.

„Hingað koma í Hörpu yfir 2.000 manns á ári hverju á eina stórbrotnustu ráðstefnu sem haldin er í heiminum um norðurslóðir,“ segir Guðni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »