Blaðamenn greiða atkvæði um verkfall

Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að efna til …
Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um fjórar vinnustöðvanir í nóvember.

Stjórn og samninganefnd Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um fjórar vinnustöðvanir í nóvember. Atkvæðagreiðslan fer fram á miðvikudag. 

„Komið er að ögurstundu,“ segir í tilkynningu frá Blaðamannafélaginu.   

Verk­fallsaðgerðirnar verða  á föstu­dög­um í nóv­em­ber­mánuð og taka eingöngu til netmiðla og ljósmyndara og tökumanna í fyrstu þremur skiptunum og lengist um fjórar klukkustundir í hvert skipt.

Fjórða verkfallið tekur eingöngu til þeirra sem starfa á prentmiðlum og ljósmyndara og tökumanna, en netmiðlarnir verða í loftinu. „Þannig undirstrikum við mikilvægi upplýsingakerfisins og nauðsyn þess að það sé ávallt starfandi og deilum byrðunum,“ segir í tilkynningu.  

Svona mun atkvæðaseðillinn líta út. Verkfallið tekur eingöngu til netmiðla …
Svona mun atkvæðaseðillinn líta út. Verkfallið tekur eingöngu til netmiðla og ljósmyndara og tökumanna í fyrstu þremur skiptunum. Fjórða verkfallið tekur eingöngu til þeirra sem starfa á prentmiðlum og ljósmyndara og tökumanna. Ljósmynd/Press.is

Samningar félagsmanna Blaðamannfélags Íslands hafa verið lausir í tíu mánuði. Sjö mánuðir eru síðan kjarasamningar voru gerði á almennum markaði. 

„Þrátt fyrir það eigum við það skjalfest í tilboði atvinnurekenda frá 26. september síðastliðnum að það er verið að bjóða okkur minna en öllum öðrum, auk þess sem gerðar eru kröfur til þess að við afsölum okkur ýmsum réttindum sem við höfum áunnið okkur í gegnum tíðina,“ segir í tilkynningu. 

„Við get­um ekki beðið leng­ur eft­ir fólki sem er ekki til­búið til þess að semja við okk­ur um það sama og aðrir hafa fengið,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við mbl.is eftir árangurslausan fund með Samtökum atvinnulífsins í síðustu viku. 

41 ár er síðan Blaðamannafélagið efndi síðast til verkfallsátaka og það var aðeins í annað sinn í meira en 120 ára sögu félagsins að gripið er til slíks. 

„Nú erum við að skrifa framhald þeirrar sögu og við reynum að gera það þannig að það verði okkur til sóma og íslensku samfélagi til heilla,“ segir í tilkynningu sem Hjálmar Jónsson, formaður félagsins, undirritar.

Tekið skal fram að blaðamaður og flest­ir aðrir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert