Norðurljósaveislan er með víðu ljósopi

Horft til höfuðborgarsvæðisins af Vatnsleysuströnd á laugardagskvöld. Friðarsúlan í Viðey …
Horft til höfuðborgarsvæðisins af Vatnsleysuströnd á laugardagskvöld. Friðarsúlan í Viðey er til hægri. Ljósmynd/Hafsteinn Róbertsson

Virkni norðurljósa yfir landinu er með mesta móti þessa dagana og um helgina mátti víða sjá fólk á opnum svæðum, utan mesta þéttbýlisins, að fylgjast með villtum dansi þeirra á næturhimni.

Á laugardagskvöldið var til dæmis fjöldi fólks við Kaldársel ofan við Hafnarfjörð, en þar eru áhrif borgarbirtu farin að dvína og góðar aðstæður til þess að sjá norðurljósin í ham.

Einu má þó gilda hvert er farið þegar norðurljósin eru í stuði; á samfélagsmiðlum hefur fólk víða af landinu birt fallegar norðurljósamyndir.

Veðurstofan gerir ráð fyrir ágætum aðstæðum til norðurljósaskoðunar í kvöld og léttskýjað verður víðast hvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »