BÍ og Kjarninn náðu samningum

Blaðamannafélagið og Kjarninn náðu kjarasamningum í kvöld.
Blaðamannafélagið og Kjarninn náðu kjarasamningum í kvöld.

Blaðamannafélagið og Kjarninn náðu kjarasamningum nú í kvöld. Samningurinn er á sömu nótum og samningurinn sem skrifað var undir við Birtíng í gær. Að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns BÍ, eru viðræður í gangi við aðra miðla sem standa utan Samtaka atvinnulífsins og miðar þeim viðræðum vel. 

Á morgun hefjast síðan atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir hjá þeim miðlum sem eru innan vébanda SA.

Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins. 

mbl.is