Engin sátt en áfram fundað síðar í dag

Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, og Hjálmar Jónsson, formaður …
Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snörpum fundi í kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins er lokið en deiluaðilar hafa verið boðaðir á vinnufund hjá ríkissáttasemjara síðar í dag.

Ekki er loku fyrir það skotið að deiluaðilar setjist aftur niður saman hjá sáttasemjara þegar líða fer á daginn en það á eftir að koma í ljós.

Að öllu óbreyttu fer at­kvæðagreiðsla um vinnu­stöðvun fé­laga í Blaðamanna­fé­lag­inu fram á morg­un en um væri að ræða fjór­ar stöðvan­ir í nóv­em­ber.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagðist því miður ekki geta rætt neitt um gang viðræðnanna og bar glottandi við fjölmiðlabanni.

Tekið skal fram að blaðamaður og flest­ir aðrir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is