Segir stöðuna mjög alvarlega

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi mjög alvarlega. Tveir læknar til viðbótar sögðu upp störfum í gær og hafa því átta af fimmtán læknum Reykjalundar sagt upp störfum á síðustu vikum.

Fjórir til viðbótar eru að skoða stöðu sína. „Það er náttúrlega alveg ljóst að það verður að finna leið til þess að koma starfseminni aftur á réttan kjöl,“ segir Svandís.

Hún segir jafnframt að ríkið geti ekki gripið inn í aðstæðurnar með beinum hætti þar sem Reykjalundur sé sjálfseignarstofnun.

„Bæði Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis hafa óskað eftir upplýsingum um stöðuna frá stjórn SÍBS. Ég er upplýst um þessi bréfaskipti og ekkert svar hefur borist.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert