Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi

mbl.is/Arnþór

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,7% fylgi í skoðanakönnun Gallups og er sem fyrr með mest fylgi stjórnmálaflokka. Samfylkingin kemur næst með 17,3%.

Þriðji stærsti flokkurinn er Vinstrihreyfingin — grænt framboð með 13,4% og þá kemur Miðflokkurinn með 11,5%. Viðreisn mælist með 10,3% og Píratar 9%.

Framsóknarflokkurinn er með 8,2% fylgi samkvæmt könnuninni, Flokkur fólksins með 4,6% og Sósíalistaflokkurinn 3%. Stuðningur við ríkisstjórnina er 51%.

Skoðanakönnunin var netkönnun sem gerð var dagana 30. september til 27. október. Heildarúrtaksstærð var 9.798 og þátttökuhlutfall 53,5%.

mbl.is