Úrræðalaus gagnvart ferðamönnum

Ekki má þrýsta á fólk að greiða sektir sínar á ...
Ekki má þrýsta á fólk að greiða sektir sínar á staðnum. mbl.is/​Hari

„Við höfum ekki úrræði til eignakönnunar og höfum heldur ekki lögsögu til að beita úrræðum erlendis, ekki nema það séu einhverjir samningar um eitthvað slíkt í gangi.“

Þetta segir Birna Ágústsdóttir hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra í Morgunblaðinu í dag um sektir vegna umferðarlagabrota erlendra ferðamanna og annarra sem ekki eru búsettir hér á landi þegar innheimta sektanna á sér stað en téð sýslumannsembætti sér um innheimtu sekta og sakarkostnaðar.

Samningur milli norrænu landanna um innheimtu sekta og sakarkostnaðar er í gildi og því hægt að beita úrræðum ef einstaklingur er búsettur þar. Hins vegar er enginn samningur til staðar milli Íslands og annarra landa.

Spurð segir Birna einhverjar þreifingar hafa verið á milli landa innan Evrópu um að hefja samstarf um innheimtu sekta en slíkt sé ekki langt á veg komið og ekkert verið rætt undanfarið að hennar vitneskju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »