Vegur gegn vaxtalækkun

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, telur hugsanlegt að það eigi þátt í niðursveiflunni að bankarnir hafi takmarkað útlán. Vísbendingar séu um að fjármálastofnanir hafi dregið úr útlánum til framkvæmda. Þá hafi vaxtalækkanir Seðlabankans ekki skilað sér að fullu.

„Vextir hafa lækkað mikið. Því er einkennilegt að það skili sér aðeins að litlu leyti til lántaka og að samhliða vaxtalækkunum skuli vera skortur á lánsfé,“ segir Þorvaldur.

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir vaxtalækkanir draga úr hvata til sparnaðar. Það geti aftur skert útlánagetu bankanna. Margt bendi til að vextir muni hækka. „Við gætum verið að fara inn í skandinavískt umhverfi þar sem vextir eru almennt lágir en húsnæðisverð í þéttbýli hátt,“ segir hann.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, líkir lánamarkaði við kjörbúð þar sem vöruverð er að lækka en allar hillurnar eru tómar. Framboðið fylgi ekki vaxtalækkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert