Afgerandi meirihluti blaðamanna samþykkti vinnustöðvun

Kjörnefnd Blaðamannafélags Íslands telur kjörseðla þar sem greidd voru atkvæði …
Kjörnefnd Blaðamannafélags Íslands telur kjörseðla þar sem greidd voru atkvæði um verkföll blaðamanna. mbl.is/Hari

Blaðamenn samþykktu að fara í verkfall. Þetta liggur fyrir eftir talningu atkvæða kjörnefndar Blaðamannafélags Íslands á sjötta tímanum í dag. Alls greiddu 83% félagsmanna atkvæði með vinnustöðvun en 13% voru mótfallnir þeim.

Kjörsókn var 61,2% en á kjörskrá voru 211 blaðamenn. Auð og ógild atkvæði voru 5 talsins eða 3,8%. Já sögðu 109 en nei sögðu 17.  

Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýn, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgi, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu.

Greidd voru at­kvæði um fjór­ar vinnu­stöðvan­ir í næsta mánuði og er sú fyrsta fyr­ir­huguð föstu­dag­inn 8. nóv­em­ber. Verk­fallsaðgerðirn­ar verða  á föstu­dög­um í nóv­em­ber­mánuð og taka ein­göngu til net­miðla og ljós­mynd­ara og töku­manna í fyrstu þrem­ur skipt­un­um og leng­ist um fjór­ar klukku­stund­ir í hvert skipt.

41 ár er síðan Blaðamanna­fé­lagið efndi síðast til verk­falls­átaka og það var aðeins í annað sinn í meira en 120 ára sögu fé­lags­ins að gripið er til slíks. 

Tekið skal fram að blaðamaður og flest­ir aðrir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

Fréttin hefur verður uppfærð. 

mbl.is