Hinsta óskin að enda sem tré?

Smám saman mun rísa vöxtulegur skógur upp af leiðum í …
Smám saman mun rísa vöxtulegur skógur upp af leiðum í gróður- eða skógargrafreitum, verði hugmynd Stefaníu að veruleika.

Fólki gefst kostur á að setja niðurbrjótanleg duftker með ösku ástvina sinna í svokallaða gróður- eða skógargrafreiti sem tillaga er gerð um í BS-ritgerð í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hægt er að setja fræ í duftkerið eða gróðursetja tré, runna og fjölærar plöntur á leiðið.

Fólk sem hugsar fyrir þessu fyrir fram getur þannig valið að enda sem tré eða planta, stuðlað að landgræðslu og skógrækt á útivistarsvæði og bundið kolefni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert